Heilsteyptur haus. Face.ad
Hreiðar Haraldsson

Hreiðar Haraldsson

Íþróttasálfræðiráðgjafi

2 lykilástæður fyrir því að þitt íþróttafélag ætti að fjárfesta í „Heilsteyptum Haus“

Lykilástæða 1: Heilsteyptur Haus eykur samfélagslegt gildi íþróttaiðkunar hjá félaginu

Því er gjarnan haldið fram að íþróttaiðkun hafi svo ofboðslega mikið samfélagslegt gildi því að í íþróttum læri börn svo vel á lífið. Því er haldið fram að í íþróttum læri ungt fólk að tileinka sér lífsfærni á borð við samvinnu, þrautseigju, vinnusemi og markmiðasetningu. Sannleikurinn er hins vegar sá að þessa hluti læra börn ekki einfaldlega með því að skrá sig í íþróttir og mæta á æfingar. Samfélagslegt gildi íþróttaiðkunar ræðst af því hvað er kennt og þjálfað innan íþróttafélagsins. Námskeiðið „Heilsteyptur Haus“ eflir samfélagslegt gildi íþróttaiðkunar til muna með viðamikilli þjálfun hugarfarslegra þátta sem búa ungt íþróttafólk undir lífið. Þitt íþróttafélag ætti því að fjárfesta í Heilsteyptum Haus til að stuðla að því að iðkendur þess eflist sem einstaklingar í samfélaginu og búi yfir mikilvægri þekkingu og færni sem nýtist þegar út í lífið er komið.

Lykilástæða 2: Heilsteyptur Haus leiðir af sér betra íþróttafólk

Það vita allir að hugarfarslegir þættir eru stór hluti af árangri í íþróttum. Þrátt fyrir það er þjálfun þessarra þátta enn mjög ábótavant á Íslandi. Heilsteyptur Haus er námskeið þar sem iðkendur og þjálfarar læra að innleiða reglulega hugarþjálfun inn í sitt æfingaprógram. Pistlahöfundur gerir ráð fyrir því að út úr námskeiðinu fái íþróttafélög öflugra íþróttafólk sem hefur bætt í sitt vopnabúr hugarfarslegum eiginleikum sem það mun búa að þegar upp í meistaraflokk er komið. Þitt íþróttafélag ætti því að fjárfesta í Heilsteyptum Haus vegna þess að það mun án efa skila félaginu öflugri leikmönnum uppí  meistaraflokk.

Heilsteyptan Haus má kynna sér betur hér.

Einnig má senda tölvupóst á haus@haus.is til að fræðast frekar um námskeiðið.

Má ekki bjóða þér að deila pistlinum?

Share on facebook
Share on twitter