kortlagning
Hreiðar Haraldsson

Hreiðar Haraldsson

Íþróttasálfræðiráðgjafi

Markmiðasetning 1/4

Fyrsta skref markmiðasetningar er sjálfskoðun. Sjálfskoðun gengur út á að einstaklingurinn lýsi sjálfum sér sem einstaklingi eða íþróttamanni. Hér eru nokkrar grunnspurningar í sjálfskoðun:

Hver er ég?

Hvað stend ég fyrir?

Hverjir eru styrkleikar mínir?

Hverjir eru veikleikar mínir?

Þegar svörin við þessum spurningum liggja fyrir hefur einstaklingurinn kortlagt sig. Hann veit hvar hann er staddur í dag og hægt er að fara að huga að því hvert hann vill fara.

Má ekki bjóða þér að deila pistlinum?

Share on facebook
Share on twitter