day-planner-828611_1920
Hreiðar Haraldsson

Hreiðar Haraldsson

Íþróttasálfræðiráðgjafi

Markmiðasetning 3/4

Það má segja að þegar hér er komið við sögu í markmiðasetningunni sértu búin/n að kortleggja hvar þú ert staddur/stödd í dag og hvert þú vilt komast. Þriðja skrefið er að skilgreina leiðina þar á milli. Hvernig kemstu þangað sem þú vilt komast?

Þriðji hluti markmiðasetningar snýst um að setja upp plan um hvað þú þarft að gera og framkvæma til að ná markmiðum þínum. Grunnspurningar á þessu stigi eru eftirfarandi:

Hvaða þarf ég að gera til að ná markmiðinu mínu?

Hvenær ætla ég að gera það sem ég þarf að gera?

Hvaða ákvarðanir þarf ég að taka í daglegu lífi til að ná markmiðinu mínu?

Þriðja stigið, planið um hvernig þú ætlar að ná markmiðum þínum, gengur út á að þú sért með það alveg skýrt hvað og hvenær þú ætlar að gera það sem þú þarft að gera til að ná markmiðinu þínu. Það er góð hugmynd að hafa það sem fastan sess í tilverunni á sunnudagskvöldum að setjast niður og skipuleggja vikuna. Settu niður hvenær í vikunni þú ætlar að gera það sem þú þarft að gera. Þetta plan má vera á ýmsu formi. Í dag eru í boði fjöldi smáforrita (öpp) sem hjálpa fólki að skipuleggja sitt daglega líf og getur það hentað mörgum. Aðrir kunna að kjósa að nota gömlu góðu dagbókina eða fílófaxið. Hver og einn þarf að finna hvað hentar honum/henni best í þessum efnum. Þegar þessu stigi er lokið ertu komin/n með skýrt aðgerðarplan og þér er ekkert að vanbúnaði að hefja vinnuna.

Má ekki bjóða þér að deila pistlinum?

Share on facebook
Share on twitter