adventure-backlit-cool-wallpaper-357891
Hreiðar Haraldsson

Hreiðar Haraldsson

Íþróttasálfræðiráðgjafi

Markmiðasetning 4/4

Fjórða og síðasta stig markmiðasetningar er skuldbinding. Þetta er ekki bara erfiðasta stig markmiðasetningar, heldur það lang-erfiðasta. Þetta er það stig sem langflestir falla á. Það eru mjög margir sem leggja af stað í þessi fjögur stig markmiðasetningar fullir af eldmóði, það er hins vegar fjórða stigið sem flestir stoppa á. Fjórða stigið er stigið sem greinir á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem ekki ná árangri.

Fjórða stig markmiðasetningar gengur út á að skuldbinda sig því plani sem teiknað var upp á þriðja stiginu. Þetta stig snýst um að framkvæma planið öllum stundum, framkvæma þær æfingar sem planið segir að eigi að framkvæma þar til markmiðinu er náð.  Það er á þessu stigi sem sjálfsagi og andlegur styrkur skiptir sköpum. Hér þarf einstaklingurinn að vera gríðarlega einbeittur á planið og neita innri apanum ítrekað um þau þægindi sem hann kallar eftir. Lykillinn að árangri á þessu stigi er einbeiting á að fresta skjótfenginni vellíðan fyrir vellíðanina sem kemur síðar meir þegar markmiðið hefur náðst. Þetta þarf að gera ítrekað og oft í langan tíma.

Það jákvæða við fjórða stig markmiðasetningar er að verðlaunin eru handan við hornið. Þó þessu stigi geti fylgt fullt af erfiðum tilfinningum er það lokaspretturinn að þeirri frábæru tilfinningu sem fylgir því að ná markmiðinu.

Má ekki bjóða þér að deila pistlinum?

Share on facebook
Share on twitter