fbpx

Námskeið

Hjá Haus hugarþjálfun hafa verið þróuð námskeið sem hægt er að bóka fyrir íþróttalið eða íþróttahópa. Námskeiðin miða að því að styrkja hugarfarslega þætti þátttakenda í gegnum fræðslu, heimaverkefni og eftirfylgni. Námskeiðin hjá Haus hugarþjálfun eru frábær leið fyrir íþróttafélög til að auka þjónustu sína við iðkendur með því að veita þeim fyrsta flokks fræðslu og þjálfun á hugarfarslegum þáttum íþróttaiðkunar, þjálfun sem vaxandi krafa er á íþróttafélög að sinna.

Umfjöllunarefni námskeiðsins „Fyrir liðið, fyrir mig“ eru liðsheild og einbeiting. Á námskeiðinu eru þátttakendur fræddir um gildi liðsheildar í hópíþróttum og hvernig hver og einn liðsmaður getur haft áhrif á liðsheild síns liðs með því að þjálfa upp hjá sér þann hæfileika að vera góður liðsmaður. Auk liðsheildar er fjallað um einbeitingu á námskeiðinu. Þátttakendur fræðast um mikilvægi einbeitingar fyrir árangur í íþróttum og kynnast aðferðum til að styrkja einbeitingu.

Námskeiðið „Fyrir liðið, fyrir mig“ hentar vel hópíþróttaiðkendum á aldrinum 12-16 ára.

Á námskeiðinu „Sterkur haus“ læra þátttakendur að stunda reglubundna hugarþjálfun með aðferðum núvitundar. Þátttakendur eru leiddir í allan sannleika um núvitund, hvernig hún er stunduð og hvernig hún nýtist íþróttafólki sem tæki til reglulegrar hugarþjálfunnar.

Námskeiðið „Sterkur haus“ hentar vel minni hópum íþróttafólks frá 14 ára aldri