fbpx

Vinnustofur

Í vor stendur Haus hugarþjálfun fyrir 3 vinnustofum í Reykjavík þar sem íþróttafólk fær fræðslu og persónulega handleiðslu í 3 ólíkum þáttum hugarþjálfunar.  Hver vinnustofa er blanda af fræðslufyrirlestri og einstaklingsvinnu þar sem Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafi, er þátttakendum innan handar og leiðbeinir. 

Vinnustofurnar eru ætlaðar íþróttafólki frá 13 ára aldri og kostar þátttaka á hverri vinnustofu 7.900 kr. Pláss á allar 3 vinnustofurnar kostar 17.900 kr. Hér að neðan má lesa sér til um efni vinnustofanna og neðst á þessari síðu er hægt að skrá sig.

Markmiðasetning

Þátttakendur eru fræddir um helstu lögmál markmiðasetningar og hvers vegna íþróttafólk ætti að setja sér markmið. Loks eru þátttakendur leiddir í gegnum fyrstu skref markmiðasetningar. Að lokinni vinnustofunni ættu þátttakendur að vera komnir af stað í sína markmiðasetningu og fullfærir um að vinna hana á árangursríkan hátt í framhaldinu.

Tímasetning: 21.mars, 10:00-12:30 

Andlegur styrkur, einbeiting og gildisvinna.

Í vinnustofu 2 eru þátttakendur fræddir um andlegan styrk og hvernig hann birtist í íþróttum og í lífinu. Sérstaklega er lögð áhersla á þátt einbeitingar í andlegum styrk og hugtakið „gildi“ útskýrt sem lykilhugtak í einbeitingu. Þátttakendur finna og skilgreina svo sín gildi undir handleiðslu íþróttasálfræðiráðgjafa.

Tímasetning: 28.mars, 10:00-12:30

Listin að vera góður liðsmaður og leiðtogi

Í vinnustofu 3 er umræðuefnið „liðsheild“. Sérstaklega er rætt um þann mikilvæga eiginleika íþróttafólks að vera góðir liðsmenn og leiðtogar og hvernig þessir eiginleikar eru lykilþættir í því að byggja upp liðsheild í liðum. Að loknum fræðslufyrirlestri er unnið með þátttakendum að því að útbúa þeirra eigið styrktarprógramm sem miðar að því að styrkja góða liðsmanninn í hverjum og einum. Styrktaprógrammið taka þátttakendur svo með sér heim og vinna með á sínum æfingum.

Tímasetning: 4.apríl, 10:00-12:00

Skráning á vinnustofur