Einstaklingsráðgjöf

Íþróttafólk á öllum aldri getur sótt tíma hjá Haus í einstaklingsráðgjöf. Í slíkri ráðgjöf er unnið með þá hugarfarslegu þætti sem einstaklingurinn óskar eftir að vinna í. Meðal algengra viðfangsefna í einstaklingsráðgjöf er lítið sjálfstraust, erfiðleikar með einbeitingu, skortur á áhuga, ótti við mistök í íþróttakeppnum og aðrar hugarfarslegar hindranir. Hver ráðgjafatími er 45-60 mínútur.