Einstaklingsráðgjöf
Íþróttafólk á öllum aldri getur sótt tíma hjá Haus í einstaklingsráðgjöf. Í slíkri ráðgjöf er unnið með þá hugarfarslegu þætti sem einstaklingurinn óskar eftir að vinna í. Meðal algengra viðfangsefna í einstaklingsráðgjöf er lítið sjálfstraust, erfiðleikar með einbeitingu, skortur á áhuga, ótti við mistök í íþróttakeppnum og aðrar hugarfarslegar hindranir. Hver ráðgjafatími er 45-60 mínútur.
„Hugurinn var oft skrefi á undan, spennustigið var of hátt við keppni, neikvæðar hugsanir og einbeitingin var léleg. Með núvitundaræfingum og hugarþjálfun hjá Hreiðari, sem er fagmaður fram í fingurgóma, hefur hann hjálpað mér óendanlega mikið í minni íþrótt sem og í lífinu sjálfu.“

Ég tók einstaklingstíma í markmiðasetningu hjá Haus Hugarþjálfun í gegnum skype. Ég hafði sett mér ansi háleit markmið fyrir komandi áskorun í þríþraut en vantaði að fá álit og ráðleggingar frá fagmanni á þessu sviði. Hreiðar leiddi mig í gegnum hugmyndafræði varðandi markmiðasetningu sem ég hef ekki hugleitt áður. Ég er nú þegar byrjaður að tileinka mér þessa hugmyndafræði til þess að staldra við og njóta minnar leiðar að þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Hreiðar kom einnig með gríðarlega góða punkta og ráðleggingar um hvernig ég sem einstaklingar gæti tæklað betur mótlæti sem ég verð fyrir á leið minni að mínu markmiði og hvaða hlutum ég stjórna og hvaða hlutum ég stjórna ekki.
Hvort sem þú ert einstaklingur sem hefur sett þér markmið nú þegar og vantar einhvern til þess að skerpa á hlutunum, eða getur hreinlega ekki tekið fyrsta skrefið hvað varðar markmiðasetningu, þá er engin spurning að Hreiðar hjá Haus Hugarþjálfun er rétti maðurinn til þess að aðstoða þig.

„Ég leitaði til Hauss hugarþjálfunar til að fá aðstoð við að ná betri tökum á andlega þættinum í handboltanum. Hreiðar hefur hjálpað mér mikið við að ná betri tökum á hlutum eins og einbeitingu, stressi og hvernig þú nálgast hlutina innan vallar sem utan. Tími minn með Hreiðari var dýrmætur og á eftir að hjálpa mér mikið í framtíðinni. Fagmennska í alla staði og ég mæli hiklaust með að aðrir íþróttamenn sem vilja vinna í sínum hlutum kíki á Hreiðar“

„...Ég hef nú farið í nokkra tíma hjá Hreiðari þar sem hann hefur gjörbreytt hugsunarhætti mínum um markmiðasetningu og ég hef lært mjög mikið sem hefur gagnast mér bæði í handboltanum og í daglegu lífi“

Previous
Next