FjarHaus

FjarHaus er valkostur sem er sérstaklega hugsaður með það íþróttafólk í huga sem býr utan höfuðborgarsvæðisins eða landsteinanna og hefur ekki kost á að sækja tíma hjá Haus hugarþjálfun í Reykjavík. Boðið er uppá fjóra mismunandi þjálfunarpakka í FjarHaus auk hefðbundinna stakra ráðgjafatíma. Hér að neðan má lesa um þessa fimm valkosti sem í boði eru. Hafðu samband með tölvupósti á haus@haus.is ef þú hefur áhuga FjarHaus hjá Haus hugarþjálfun.

Í þessum pakka er einstaklingnum fylgt í gegnum það ferli sem markmiðasetning er. Að lokinni þjálfuninni stendur viðskiptavinurinn uppi með yfirgripsmikla þekkingu á markmiðasetningu og skýr markmið í Excel skjölum sem hún/hann er tilbúin/n að fara að vinna að. Nokkrum vikum seinna skipuleggur íþróttasálfræðiráðgjafi svo eftirfylgni í samráði við viðskiptavininn.

Innifalið í pakkanum er:

 • 5x 30 mínútna Skypefundir
 • 3 markmiðasetningaskjöl í Excel sem íþróttasálfræðiráðgjafi yfirfer reglulega.
 • Íþróttasálfræðiráðgjafi svarar öllum tölvupóstum frá viðskiptavininum á virkum dögum innan klukkustundar. 

 

Núvitundarþjálfun er einbeitingarþjálfun sem byggir á kenningum um núvitund. Einstaklingurinn lærir núvitundarhugleiðslu og hvernig hún getur haft áhrif á frammistöðu og vellíðan á íþróttavellinum. Vinnan byggir á bókinni The Psychology of Enhancing Human Performance; The Mindfulness – Acceptance – Commitment (MAC) Approach. Þetta er þjálfun sem hefur notið mikilla vinsælda hjá Haus hugarþjálfun.

Innifalið í pakkanum er:

 • 4x 45 mínútna Skypefundir.
 • Æfingaáætlun
 • Eftirfylgni í formi 2 skriflegra skýrslna.
 • Íþróttasálfræðiráðgjafi svarar öllum tölvupóstum frá viðskiptavininum á virkum dögum innan klukkustundar.

 

Leiðtogaþjálfun hjá Haus hugarþjálfun miðar að því að aðstoða ungt íþróttafólk við að styrkja hæfni sína til að vera leiðtogar í sínu íþróttaliði. Leiðtogaþjálfun er fyrir íþróttakonur og íþróttamenn sem vilja læra að verða góðir fyrirliðar og leiðtogar.

Innifalið í pakkanum er:

 • 3x 30 mínútna Skypefundir.
 • Þjálfunarprógramm
 • Íþróttasálfræðiráðgjafi svarar öllum tölvupóstum frá viðskiptavininum á virkum dögum innan klukkustundar.

 

Að vera góður liðsmaður er lykileiginleiki fyrir íþróttafólk í hópíþróttum. Það eru þeir einstaklingar sem búa yfir þessum eiginleika sem stuðla að sterkri liðsheild í sínum liðum. Þessi fjarþjálfunarpakki snýst um að styrkja þá hæfni íþróttafólks að vera góðir liðsmenn.

Innifalið í pakkanum er:

 • 3x 30 mínútna Skypefundir
 • Þjálfunarprógramm
 • Íþróttasálfræðiráðgjafi svarar öllum tölvupóstum frá viðskiptavininum á virkum dögum innan klukkustundar.

 

Í stökum ráðgjafatímum gefst einstaklingum kostur á að ræða hvað sem er. Í þessum tímum geta einstaklingar borið á borð hugarfarslegar áskoranir sem þeir glíma við og fengið ráð um hverni eigi að sigrast á þeim áskorunum.

Tímarnir fara fram í gegnum Skype og eru 45-60 mínútna langir.

Verð: 6.800 kr