Fyrirlestrar

Haus hugarþjálfun býður upp á úrval tilbúinna fyrirlestra sem hafa slegið í gegn hvar sem þeir hafa verið fluttir. Hér má sjá lýsingu á þeim allra vinsælustu, en Haus býður einnig upp á sérsmíðaða fyrirlestra í samráði við viðskiptavininn.

Í fyrirlestrinum „Afrekshugarfar“ er rætt um það hugarfar sem einstaklingurinn þarf að tileinka sér til að ná frammúrskarandi árangri og hvaða verkfæri hjálpa til við að tileinka sér það hugarfar. 

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Hvaða hugarfar þarf ég að tileinka mér til að ná árangri?
 • Hvernig get ég tileinkað mér það hugarfar?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og er ætlaður öllum frá 13 ára aldri.

Fyrirlesturinn er almennur fyrirlestur um íþróttasálfræði þar sem útskýrt er á mannamáli hver viðfangsefni íþróttasálfræðinnar eru og hvaða hlutverk íþróttasálfræði spilar í hvers kyns árangri í lífinu.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Hvað gerir íþróttasálfræðiráðgjafi?
 • Hvernig nær maður árangri í lífinu eða íþróttum?
 • Hvaða hlutverk spilar íþróttasálfræði og andlegur styrkur í þeim árangri?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútna langur og hentar vel þar sem áheyrendahópurinn er á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn í íþróttum.

Í fyrirlestrinum er farið ofan í kjölinn á því hvernig árangursríkast er að standa að markmiðasetningu og skýr dæmi um góð markmið tekin. Þau lögmál sem hafa ber í huga við markmiðasetningu eru útskýrð og helstu mistök sem íþróttafólk gerir tíunduð.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Af hverju ætti ég að setja mér markmið?
 • Hvernig hjálpar markmiðasetning mér að ná árangri?
 • Hvernig á ég að setja mér markmið?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútna langur og hentar vel fyrir íþróttafólk frá 12 ára aldri.

Í fyrri hluta fyrirlestursins er notkun skynmynda (visualization) í undirbúningi fyrir keppni útskýrð og ávinningur skynmyndanotkunar settur í skýrt samhengi. Í síðari hluta fyrirlestursins fer ég í gegnum nokkrar skynmyndaæfingar með áheyrendum. Fyrirlesturinn er því blanda fræðilegrar umfjöllunar og verklegra æfinga.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Hvernig undirbý ég mig hugarfarslega fyrir keppni?
 • Hvernig get ég dregið úr þeim mikla kvíða sem ég upplifi fyrir keppnir?
 • Hvað gerir skynmyndanotkun fyrir mig?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútna langur og hentar vel fyrir íþróttafólk frá 10 ára aldri.

Á ákveðnum tímapunkti þarf ungt íþróttafólk að taka skrefið úr yngstu flokkum og upp í unglingaflokka. Þessu skrefi fylgja nýjar áherslur og nýjar áskoranir. Þessi fyrirlestur fjallar um þær áskoranir sem þetta stig íþróttaferilsins felur í sér og hvernig hugarfar og vinnubrögð er mikilvægt að iðkendur temji sér á þessu stigi til að undirbúa sig sem best fyrir skrefið upp í elstu flokka og meistaraflokka. 

Meðal spurninga sem þessi fyrirlestur svarar eru:

 • Hvað þarf ég að læra á þessu stigi míns íþróttaferils?
 • Hvernig hugarfar einkennir afreksíþróttafólk?
 • Hvernig get ég undirbúið mig sem best í dag fyrir skrefið upp í meistaraflokk?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútna langur og hentar vel fyrir íþróttafólk á aldrinum 13-15 ára.

Í fyrirlestrinum „Einbeiting“ er fjallað um þann eiginleika íþróttafólks að geta einbeitt sér að því sem skiptir máli í íþróttakeppnum. Hugtakið er útskýrt rækilega auk þess sem gildi og gildisvinna skipar stóran sess í fyrirlestrinum sem algjört lykilhugtak þegar talað er um einbeitingu.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Hvað er einbeiting?
 • Hvað á ég að vera með hugann við þegar ég er að keppa?
 • Hvað eru gildi?
 • Hvað á ég að gera við þá hluti sem trufla einbeitinguna hjá mér í keppnum?
 • Hvernig styrki ég einbeitinguna mína?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og hentar vel fyrir íþróttafólk frá 14 ára aldri.

Sjálfstraust er líklega einn allra mikilvægasti eiginleiki sem íþróttafólk þarf að búa yfir. Í þessum fyrirlestri fræðast áheyrendur um allt sem við kemur sjálfstrausti í íþróttum auk þess sem fjallað er um aðferðir til að styrkja sjálfstraust.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Hvað er sjálfstraust?
 • Hvað gerir sjálfstraust fyrir frammistöðu íþróttafólks?
 • Hvað einkennir íþróttafólk sem er með mikið sjálfstraust?
 • Hvernig styrki ég sjálfstraustið mitt?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og hentar vel fyrir íþróttafólk frá 12 ára aldri.

Í hópíþróttum er það árangur liðsins sem skiptir öllu máli. Það er liðið sem vinnur og það er liðið sem tapar. Þess vegna er liðsheild lykileiginleiki í hópíþróttum. Í fyrirlestrinum er fjallað um hugtakið og hvernig hver og einn liðsmaður getur lagt sitt af mörkum til að styrkja liðsheild síns liðs.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Hvað er liðsheild?
 • Hvað þýðir það að vera góður liðsmaður?
 • Hvernig get ég styrkt þann hæfileika að vera góður liðsmaður?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og hentar vel hópíþróttafólki frá 12 ára aldri

Stóra hlutverk íþrótta í samfélaginu er að byggja upp sterka, sjálfstæða og öfluga einstaklinga sem eru tilbúnir fyrir áskoranir lífsins. Íþróttir eru frábær vettvangur til að kenna ungu fólki meðal annars að takast á við mótlæti, vinna saman í hópum, fylgja reglum og að afrakstur vinnusemi sé árangur. Þessi fyrirlestur fjallar um hvernig foreldrar geta stutt við börn sín í íþróttum þannig að börnin dragi sem mestan lærdóm af íþróttaiðkun sinni og tileinki sér sem mest af þeirri lífsleikni sem íþróttirnar kenna okkur.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

 • Hvernig styð ég sem best við íþróttaiðkun barnsins míns?
 • Hvernig get ég stuðlað að því að barnið mitt verði andlega sterkur einstaklingur?
 • Hvert er mitt hlutverk sem foreldri?
 • Hver eru takmörk míns hlutverks sem foreldri?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og er ætlaður foreldrum barna og unglinga í íþróttum.