Haus á heimavelli

Íþróttasálfræði hefur tekið mikla vaxtarkippi síðustu ár. Mikilvægi andlegra eiginleika fyrir frammistöðu íþróttafólks er óumdeilt og sú staðreynd að hægt er að þjálfa þessa eiginleika upp er nú á flestra vitorði þökk sé vitundarvakningarverkefnum á borð við „Sýnum karakter”. Einnig hefur orðið töluverð vitundarvakning um andlega líðan íþróttafólks og fleira íþróttafólk er farið að stíga fram og viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að því líði ekki vel. Íþróttafólk er ekki gert úr granít og það þarf stundum að tala um að því líði ekki vel án þess að því sé sagt að harka af sér og hætta þessu væli. Þetta er staðreynd sem var ekki svo sjálfsögð fyrir fáeinum árum. Þeirri þróun sem orðið hefur á íþróttasálfræði á síðustu árum hafa líka fylgt fleiri úrræði. Íþróttasálfræðin hefur færst nær íþróttafólkinu, það er auðvelt að fá tíma hjá íþróttasálfræðiráðgjafa og íþróttasálfræðin býr nú yfir æfingakerfum sem íþróttafólk getur notað til þess einfaldlega að styrkja sig andlega. Með þeirri þróun sem orðið hefur á íþróttasálfræði og auknu aðgengi að íþróttasálfræðiráðgjöf og andlegri einkaþjálfun hefur krafa aukist á íþróttafélög að sinna andlegri þjálfun síns íþróttafólks og að því standi til boða íþróttasálfræðiráðgjöf innan síns félags. Þjónustan „Haus á heimavelli“ gerir íþróttafélögum kleift að uppfylla þessar kröfur á faglegan en um leið ódýran hátt.

        „Haus á heimavelli“ er þjónusta þar sem íþróttafélögum stendur til boða að kaupa þjónustu íþróttasálfræðiráðgjafa inn í íþróttafélagið í heilan eða hálfan dag. Íþróttasálfræðiráðgjafinn setur upp aðstöðu sína í húsakynnum íþróttafélagsins og tekur á móti iðkendum, þjálfurum eða foreldrum í fyrirfram bókaða einkatíma. Slíkir tímar geta nýst íþróttafólki sem vill ráðgjöf varðandi þjálfun andlegra þátta eða tækifæri til að tala um hluti sem erfitt getur verið að tala um við aðra innan íþróttafélagsins. Tímarnir geta nýst foreldrum sem vilja ráðgjöf um hvernig best sé að styðja við barnið sitt í íþróttum, auk þess sem þjálfarar geta nýtt tímana til að fræðast um hvernig byggja megi upp liðsheild í liðinu sínu eða hvernig best sé að innleiða andlega þjálfun inn í daglega æfingarútínu. Íþróttafélaginu er algjörlega í sjálfsvald sett hvernig það útdeilir einkatímunum, hverjum tímarnir standa til boða.  

Íþróttafélög á Íslandi eru farin að setja markið hærra. Krafa um aukna fagmennsku og árangur í evrópukeppnum verður háværari. Þessum kröfum verður ekki bara mætt með fleiri aðkeyptum atvinnumönnum í meistaraflokkum heldur þarf aukna fagmennsku í grasrótarstarfið. „Haus á heimavelli“ er frábær leið fyrir íþróttafélög til að stíga stórt skref í átt að aukinni fagmennsku og aukinni þjónustu við iðkendur sína, þjálfara og foreldra á ódýran hátt.  

Fyrir frekari upplýsingar um „Haus á heimavelli“ má senda tölvupóst á haus@haus.is eða senda skilaboð héðan af síðunni, undir flipanum „Hafa samband“