Námskeið

Hjá Haus hugarþjálfun hafa verið þróuð námskeið sem hægt er að bóka fyrir íþróttalið eða íþróttahópa. Námskeiðin miða að því að styrkja hugarfarslega þætti þátttakenda í gegnum fræðslu, heimaverkefni og eftirfylgni. Námskeiðin hjá Haus hugarþjálfun eru frábær leið fyrir íþróttafélög til að auka þjónustu sína við iðkendur með því að veita þeim fyrsta flokks fræðslu og þjálfun á hugarfarslegum þáttum íþróttaiðkunar, þjálfun sem vaxandi krafa er á íþróttafélög að sinna.

„Heilsteyptur haus“ er 12 vikna námskeið fyrir unglingaflokka í hópíþróttum. Námskeiðið er hugsað sem fjölþætt hugarþjálfun þar sem iðkendur fá fræðslu og þjálfun á þremur hugarfarslegum þáttum sem skipta miklu máli fyrir ánægju og frammistöðu þeirra í íþróttum. Þættirnir þrír sem um ræðir eru einbeiting, sjálfstraust og liðsheild og er námskeiðinu skipt upp í þrjár lotur þar sem ein lota er helguð hverjum þáttanna þriggja.
Námskeiðið samanstendur af þremur fyrirlestrum sem hver markar upphaf nýrrar lotu, þjálfarahandbók sem tryggir öfluga eftirfylgni þjálfara með efni fyrirlestranna á æfingum og í leikjum meðan á lotunni stendur og lokafundi þar sem allt efni námskeiðsins er rifjað upp.

Námskeiðið „Heilsteyptur haus“ á sér engan sinn líka. Aldrei hefur verið gengið eins langt í að innleiða reglulega þjálfun hugarfarslegra þátta inn í hefðbundna æfingarútínu ungs íþróttafólks og með þessu námskeiði.

Námskeiðið hentar vel hópíþróttaiðkendum á aldrinum 12-16 ára.

Á námskeiðinu „Núvitandi haus“ læra þátttakendur að stunda reglubundna hugarþjálfun með aðferðum núvitundar. Þátttakendur eru leiddir í allan sannleika um núvitund, hvernig hún er stunduð og hvernig hún nýtist íþróttafólki sem tæki til reglulegrar hugarþjálfunar.

Námskeiðið samanstendur af þremur 45 mínútna fyrirlestrum auk æfinga fyrir iðkendur til að gera heima.

Námskeiðið „Núvitandi haus“ hentar vel minni hópum íþróttafólks frá 14 ára aldri