Um Haus

Haus hugarþjálfun veitir íþróttafólki, íþróttaforeldrum, íþróttaþjálfurum og íþróttaliðum fræðslu og þjálfun um hvernig eigi að styrkja þá hugarfarslegu þætti sem eru grundvöllur árangurs og ánægju í íþróttum.

Haus hugarþjálfun býður upp á einstaklingsráðgjöf, fyrirlestra, námskeið og ítarlega vinnu með íþróttaliðum í gegnum keppnistímabil.

Haus hugarþjálfun er hugarfóstur og afrakstur vinnu hugarþjálfarans Hreiðars Haraldssonar.

Þekkinguna sem Hreiðar byggir sína vinnu á öðlaðist hann í BS námi í sálfræði í Háskóla Íslands sem hann kláraði árið 2011 og MS námi í íþróttasálfræði í Háskólanum í Lundi sem hann kláraði árið 2014. Auk þess hefur handboltaiðkun Hreiðars á öllum aldursstigum, handboltaþjálfun og fjögurra ára vinna sem íþróttasálfræðiráðgjafi reynst Hreiðari dýrmæt reynsla sem litar vinnu Hreiðars enn frekar af þekkingu á íþróttum og ýmsum hliðum þeirra